
Að greiða sín fósturlaun
Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna.
Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar .
Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu.
Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna.
Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun.
Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda.
Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku.
Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar