Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat 28. júní 2012 09:00 Myndin Chernobyl Diaries segir frá hópi ungmenna sem ferðast inn á svæðið sem rýmt var í kjölfar kjarnorkuslyssins. Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. Nokkur ungmenni fá þá hugmynd að ferðast til Pripyat í Úkraínu en íbúar borgarinnar yfirgáfu heimili sín í flýti þegar kjarnaofn Tsjernóbyl-kjarnorkuversins sprakk árið 1986 og því er borgin eins og sannkölluð draugaborg. Ungmennin fara inn á svæðið ásamt úkraínskum leiðsögumanni sínum en þegar tími er kominn til að halda heim á leið uppgötva þau að átt hefur við vélina í bíl þeirra og þau komast hvorki lönd né strönd. Hópurinn neyðist til að eyða nóttinni í þessari draugalegu borg og upphefst æsispennandi og hrollvekjandi söguþráður. Oren Peli er framleiðandi myndarinnar og handritshöfundur hennar og er talinn vanur maður á sviði hrollvekjumynda því hann leikstýrði hinum óvænta smelli Paranormal Activity árið 2007. Peli hefur einnig leikstýrt Paranormal Activity 2, 3 og 4 ásamt hrollvekjunnni Insidious. Með aðalhlutverkin fer hópur heldur óþekktra leikara sem flestir eiga bakgrunn sinn í sjónvarpsþáttaleik. Ingrid Bolsø Berdal, Olivia Taylor Dudley, Devin Kelley, Jesse McCartney, Nathan Phillips og Jonathan Sadowski fara með hlutverk ferðamannanna ungu og Dimitri Diatchenko fer með hlutverk leiðsögumannsins. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastóli en hann vann áður sem margmiðlunarhönnuður við myndir á borð við Fight Club. Myndin hefur fengið dræmar móttökur hjá gagnrýnendum sem eru sammála um að hugmyndin sé góð en að leikstjórinn hafi komið henni illa til skila. Þrátt fyrir hryllilegt og draugalegt umhverfið er lítið um skrekki að mati gagnrýnendanna. Tsjernobyl Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. Nokkur ungmenni fá þá hugmynd að ferðast til Pripyat í Úkraínu en íbúar borgarinnar yfirgáfu heimili sín í flýti þegar kjarnaofn Tsjernóbyl-kjarnorkuversins sprakk árið 1986 og því er borgin eins og sannkölluð draugaborg. Ungmennin fara inn á svæðið ásamt úkraínskum leiðsögumanni sínum en þegar tími er kominn til að halda heim á leið uppgötva þau að átt hefur við vélina í bíl þeirra og þau komast hvorki lönd né strönd. Hópurinn neyðist til að eyða nóttinni í þessari draugalegu borg og upphefst æsispennandi og hrollvekjandi söguþráður. Oren Peli er framleiðandi myndarinnar og handritshöfundur hennar og er talinn vanur maður á sviði hrollvekjumynda því hann leikstýrði hinum óvænta smelli Paranormal Activity árið 2007. Peli hefur einnig leikstýrt Paranormal Activity 2, 3 og 4 ásamt hrollvekjunnni Insidious. Með aðalhlutverkin fer hópur heldur óþekktra leikara sem flestir eiga bakgrunn sinn í sjónvarpsþáttaleik. Ingrid Bolsø Berdal, Olivia Taylor Dudley, Devin Kelley, Jesse McCartney, Nathan Phillips og Jonathan Sadowski fara með hlutverk ferðamannanna ungu og Dimitri Diatchenko fer með hlutverk leiðsögumannsins. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastóli en hann vann áður sem margmiðlunarhönnuður við myndir á borð við Fight Club. Myndin hefur fengið dræmar móttökur hjá gagnrýnendum sem eru sammála um að hugmyndin sé góð en að leikstjórinn hafi komið henni illa til skila. Þrátt fyrir hryllilegt og draugalegt umhverfið er lítið um skrekki að mati gagnrýnendanna.
Tsjernobyl Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira