Sport

Ólafur Magnússon: Við höfum átt ótrúlega afreksmenn í gegnum tíðina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra, hefur fulla trú á því að keppendur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London skili sér á verðlaunapall.

Ólympíumótið í London hefst formlega með setningu þess á Ólympíuleikvanginum í kvöld. Frjálsíþróttakappinn Helgi Sveinsson verður fánaberi Íslands en auk hans keppir Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir í frjálsíþróttum og Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson í sundi.

Íslendingar áttu ekki verðlaunahafa í Peking fyrir fjórum árum sem þótti tíðindum sæta. Allt frá því Íslendingar tóku fyrst þátt árið 1980 hefur uppskeran verið góð. 36 gull, 19 silfur og 42 brons.

„Við höfum átt ótrúlega afreksmenn í gegnum tíðina. Það var í fyrsta skipti í Peking fyrir fjórum árum sem við fengum engin verðlaun. Ég hef fulla trú á því að einhver úr þessum hópi skili okkur verðlaunum. Við verðum að krossa fingur, bíða og sjá," segir Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra.

Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×