Eyjafjallajökull? - Google skilur nú íslensku 29. ágúst 2012 13:36 Google skilur nú Íslenskuna. mynd/AFP Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér. Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér.
Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira