„Hvað ef þetta hefði verið Anders Breivik á upptökunni í Eyjum?" Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. ágúst 2012 12:16 Frá Herjólfsdal. Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira