Lífið

Æft í bústað

Arnar Jónsson
Arnar Jónsson
Hópur leikara frá Þjóðleikhúsinu var staddur í sumarbústað við Kolsstaði í Borgarfirði í vikunni.

Þar voru saman komin Atli Rafn Sigurðarson, Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn Bachmann, Edda Arnljótsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Leikararnir hafa dvalið þar í viku og er bústaðarferðin ekki ætluð sem afslöppun heldur æfa þau verkið Jónsmessunótt sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í haust. Jónsmessunótt segir frá íslenskri fjölskyldu sem kemur saman í sumarbústað til að fagna hálfrar aldar brúðkaupsafmæli foreldranna.

Leikhópurinn er því að taka fyrstu æfingarnar í ansi raunverulegum aðstæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.