Viðskipti innlent

Verðbólga étur upp launahækkanir í kjarasamningum

Magnús Halldórsson skrifar
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að launahækkanir í kjarasamningum, sem samið var um í fyrra, hafa verið algjörlega innistæðulausar og dæmdar til þess að brenna upp í of hárri verðbólgu.

Frá því fulltrúar aðila vinnumarkaðarins skrifuðu undir kjarasamninga, hinn 5. maí í fyrra, hefur mikið runnið til sjávar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það sem helst hefur valdið vandræðum er verðbólgan, en hún mælist nú 6,3 prósent. Ein grunnforsenda kjarasamninganna var sú að verðbólga yrði komin niður að markmiði Seðlabanka Íslands í desember á þessu ári, en nær útilokað er að það náist, ef marka má spá Seðlabankans sem birtist í Peningamálum í dag.

Samkvæmt launakönnun Price Waterhouse Coopers fyrir árin 2010 og 2011, hækkuðu föst laun um 4,3 prósent en verðbólga mældist 5,6 prósent á sama tímabili.

Dæmi út frá þessum tölum, sýnir að föst laun upp á 200 þúsund árið 2010, hafi hækkað í 208.600 í lok síðasta árs. En þar sem vara og þjónusta hækkaði um 5,6 prósent á móti, þá fæst minna fyrir peninginn en áður.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir kjarasamninga hafa verið dýrkeypta, ekki síst fyrir fólk í láglaunastörfum, þar sem innlend þjónusta hafi hækkað sérstaklega mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×