Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, sé 634,7 stig og hækki um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 509,8 stig og lækki um 0,20 prósent frá október 2024.
Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Með öðrum orðum er verðbólga 4,8 prósent og verðbólga án húsnæðis 2,7 prósent.