180 kindum fargað vegna vanfóðrunar 16. maí 2012 08:00 fé vanrækt Verstu málin hafa komið upp hjá sauðfjárbændum sem eiga sjálfir um sárt að binda. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. fréttablaðið/vilhelm Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent