Norah prófar eitthvað nýtt Trausti Júlíusson skrifar 16. maí 2012 11:00 Little Broken Hearts. Norah Jones. Little Broken Hearts er fyrsta plata Noruh Jones síðan The Fall kom út fyrir þremur árum. Í millitíðinni gerði hún meðal annars plötu með kántríbandinu sínu The Little Willies og söng inn á samstarfsplötuna Rome með Danger Mouse og Daniele Luppi. Nýja platan hennar er einmitt gerð með Danger Mouse, en á henni er Norah að prófa nýja hluti. Norah Jones sló í gegn með fyrstu plötunni sinni Come Away With Me árið 2002 sem er búin að seljast í yfir 25 milljónum eintaka. Á henni var mjúk og róleg blanda af poppi og djassi. Á nýju plötunni eru djassáhrifin í lágmarki en poppið er litað af hljóðheimi Danger Mouse sem semur öll lögin með Noruh. Það er samt enginn æsingur á þessari plötu. Norah er ennþá á rólegu nótunum og söngröddin hennar er jafn sæt og áður. Little Broken Hearts er ekki slæm plata. Samstarfið gengur alveg upp. Í flottustu lögunum hefur Danger Mouse átt við sándið með góðum árangri, t.d. í Say Goodbye, 4 Broken Hearts og All A Dream. Blöðrubassasándið í því síðastnefnda er mjög flott. Það sem dregur plötuna samt svolítið niður er að lagasmíðarnar sjálfar eru ekkert sérstaklega sterkar.Danger Mouse semur öll lögin með Noruh Jones á nýjustu plötu hennar.Á heildina litið er þetta þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh ættu að vera sáttir við. Niðurstaða: Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar Noruh Jones. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Little Broken Hearts. Norah Jones. Little Broken Hearts er fyrsta plata Noruh Jones síðan The Fall kom út fyrir þremur árum. Í millitíðinni gerði hún meðal annars plötu með kántríbandinu sínu The Little Willies og söng inn á samstarfsplötuna Rome með Danger Mouse og Daniele Luppi. Nýja platan hennar er einmitt gerð með Danger Mouse, en á henni er Norah að prófa nýja hluti. Norah Jones sló í gegn með fyrstu plötunni sinni Come Away With Me árið 2002 sem er búin að seljast í yfir 25 milljónum eintaka. Á henni var mjúk og róleg blanda af poppi og djassi. Á nýju plötunni eru djassáhrifin í lágmarki en poppið er litað af hljóðheimi Danger Mouse sem semur öll lögin með Noruh. Það er samt enginn æsingur á þessari plötu. Norah er ennþá á rólegu nótunum og söngröddin hennar er jafn sæt og áður. Little Broken Hearts er ekki slæm plata. Samstarfið gengur alveg upp. Í flottustu lögunum hefur Danger Mouse átt við sándið með góðum árangri, t.d. í Say Goodbye, 4 Broken Hearts og All A Dream. Blöðrubassasándið í því síðastnefnda er mjög flott. Það sem dregur plötuna samt svolítið niður er að lagasmíðarnar sjálfar eru ekkert sérstaklega sterkar.Danger Mouse semur öll lögin með Noruh Jones á nýjustu plötu hennar.Á heildina litið er þetta þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh ættu að vera sáttir við. Niðurstaða: Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar Noruh Jones.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira