Þrjú hundruð hitta goðsögn 16. maí 2012 08:00 „Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb Lífið Tónlist Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb
Lífið Tónlist Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira