Fiskveiðifrumvörpin eru andstæð þjóðarhagsmunum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Svo ótrúlegt sem það er, þá er það engu að síður staðreynd, að verði frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórnun að lögum, mun það hafa í för með sér stórfelld gjaldþrot og töp fjármálafyrirtækja upp á marga milljarðatugi. Það hlýtur að teljast einsdæmi að ríkisstjórn leggi fram tillögur að breytingum á starfsumhverfi helstu atvinnugreinar eins lands, sem leiðir til stórfelldra gjaldþrota. Ábyrg stjórnvöld í lýðræðisríkjum líta fremur á það sem hlutverk sitt að skapa atvinnulífinu góð rekstrarskilyrði. Á Íslandi höfum við stjórnvöld sem leggja fram tillögur sem leiða til hins gagnstæða og valda fullkomnu uppnámi í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Verði þessi frumvörp að lögum kalla þau fram gjaldþrot í stórum stíl, sem ella yrðu ekki. Er það ekki grafalvarlegt mál? Það er því fráleitt eins og haldið hefur verið fram að þessi frumvörp séu tilraun til þess að leiða fram sátt. Þau leiða til hins gagnstæða. Það sem liggur fyrir er meðal annars þetta:Verði frumvörpin samþykkt, liggur fyrir að um helmingur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mun ekki ráða við skuldbindingar sínar.75% krókaaflamarksútgerðanna (minni bátarnir) samkvæmt úrtaki sérfræðinga komast í greiðsluþrot.Afleiðingar þessa verða síðan stórfelld gjaldþrot þjónustuaðila þessara fyrirtækja um land allt.Sjávarbyggðir og sveitarfélög sem háð eru sjávarútvegi verða fyrir óbætanlegu tjóni. Veldur mikilli röskun byggðar.Virðisrýrnun í sjávarútvegi mun nema hundruðum milljarða króna, sem leiðir síðan til verri viðskiptakjara, hærri fjármagnskostnaðar og er afleiðing af verri rekstri fyrirtækja sem frumvörpin munu hafa í för með sér, verði þau samþykkt.Afskriftir banka og fjármálafyrirtækja munu væntanlega aukast um að minnsta kosti 50 milljarða, vegna áhrifa lagasetningar þeirrar sem er áformuð. Það leiðir til minna svigrúms til annarra skuldaleiðréttinga, hærri vaxtakostnaðar alls almennings, lakari innlánskjara og stórtjóns ríkissjóðs, vegna eignaraðildar ríkisins að fjármálafyrirtækjum.Rökstutt hefur verið að frumvörpin stangist á við stjórnarskrána í veigamiklum atriðum.Sú aðferð sem frumvörpin boða, mun stuðla að lakari umgengni um fiskimiðin og þar með sóun á fiskveiðiauðlindinni.Heildarafrakstur þjóðarinnar og þar með sveitarfélaga og ríkisins af sjávarútveginum mun minnka, þrátt fyrir stórhækkaða gjaldtöku. Það er því mikið í húfi að horfið verði af þessari ólánsbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Svo ótrúlegt sem það er, þá er það engu að síður staðreynd, að verði frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórnun að lögum, mun það hafa í för með sér stórfelld gjaldþrot og töp fjármálafyrirtækja upp á marga milljarðatugi. Það hlýtur að teljast einsdæmi að ríkisstjórn leggi fram tillögur að breytingum á starfsumhverfi helstu atvinnugreinar eins lands, sem leiðir til stórfelldra gjaldþrota. Ábyrg stjórnvöld í lýðræðisríkjum líta fremur á það sem hlutverk sitt að skapa atvinnulífinu góð rekstrarskilyrði. Á Íslandi höfum við stjórnvöld sem leggja fram tillögur sem leiða til hins gagnstæða og valda fullkomnu uppnámi í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Verði þessi frumvörp að lögum kalla þau fram gjaldþrot í stórum stíl, sem ella yrðu ekki. Er það ekki grafalvarlegt mál? Það er því fráleitt eins og haldið hefur verið fram að þessi frumvörp séu tilraun til þess að leiða fram sátt. Þau leiða til hins gagnstæða. Það sem liggur fyrir er meðal annars þetta:Verði frumvörpin samþykkt, liggur fyrir að um helmingur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mun ekki ráða við skuldbindingar sínar.75% krókaaflamarksútgerðanna (minni bátarnir) samkvæmt úrtaki sérfræðinga komast í greiðsluþrot.Afleiðingar þessa verða síðan stórfelld gjaldþrot þjónustuaðila þessara fyrirtækja um land allt.Sjávarbyggðir og sveitarfélög sem háð eru sjávarútvegi verða fyrir óbætanlegu tjóni. Veldur mikilli röskun byggðar.Virðisrýrnun í sjávarútvegi mun nema hundruðum milljarða króna, sem leiðir síðan til verri viðskiptakjara, hærri fjármagnskostnaðar og er afleiðing af verri rekstri fyrirtækja sem frumvörpin munu hafa í för með sér, verði þau samþykkt.Afskriftir banka og fjármálafyrirtækja munu væntanlega aukast um að minnsta kosti 50 milljarða, vegna áhrifa lagasetningar þeirrar sem er áformuð. Það leiðir til minna svigrúms til annarra skuldaleiðréttinga, hærri vaxtakostnaðar alls almennings, lakari innlánskjara og stórtjóns ríkissjóðs, vegna eignaraðildar ríkisins að fjármálafyrirtækjum.Rökstutt hefur verið að frumvörpin stangist á við stjórnarskrána í veigamiklum atriðum.Sú aðferð sem frumvörpin boða, mun stuðla að lakari umgengni um fiskimiðin og þar með sóun á fiskveiðiauðlindinni.Heildarafrakstur þjóðarinnar og þar með sveitarfélaga og ríkisins af sjávarútveginum mun minnka, þrátt fyrir stórhækkaða gjaldtöku. Það er því mikið í húfi að horfið verði af þessari ólánsbraut.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun