Gömul Hitlers-vél í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2012 19:15 Þriggja hreyfla þýsk Junkers-flugvél frá stríðsárunum, samskonar og Hitler notaði sem einkavél, lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld í sögulegum leiðangri yfir Atlantshaf. Vélin lagði upp frá Köln í Þýskalandi í fyrradag, með viðkomu á Bretlandseyjum og í Færeyjum, og er í leiðangri til Bandaríkjanna þar sem hún mun taka þátt í flugsýningum næstu vikur en um borð eru 17 farþegasæti. Vélar af þessari tegund, JU-52, voru upphaflega smíðaðar sem farþegavélar upp úr 1930 en þýski herinn nýtti þær síðan til að flytja fallhlífahermenn, til birgðaflutninga og sem sprengjuvélar en einnig til að flytja Adolf Hitler og fleiri leiðtoga Nasistaflokksins. Miðhreyfillinn á nefinu er helsta sérkenni þeirra. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1937, eða í 75 ár, sem flugvél af þessari tegund, með leyfi til farþegaflugs, flýgur fram og til baka yfir Atlantshaf, milli Þýskalands og Bandaríkjanna. Nærri fimmþúsund voru smíðaðar en nú eru aðeins átta eftir flughæfar í heiminum. Vélin sem nú er lent í Reykjavík var smíðuð árið 1939 í Þýskalandi en er nú í eigu svissnesk félags sem sérhæfir sig í varðveislu sögulegra flugvéla. Brottför héðan er áætluð klukkan átta í fyramálið, að því gefnu að varahlutur berist í tæka tíð, en annars verður flugvélin í Reykjavík í tvo daga. Næstu áfangastaðir eru Kulusuk á Grænlandi og Iqaluit í Nunavut í Kanada. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Þriggja hreyfla þýsk Junkers-flugvél frá stríðsárunum, samskonar og Hitler notaði sem einkavél, lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld í sögulegum leiðangri yfir Atlantshaf. Vélin lagði upp frá Köln í Þýskalandi í fyrradag, með viðkomu á Bretlandseyjum og í Færeyjum, og er í leiðangri til Bandaríkjanna þar sem hún mun taka þátt í flugsýningum næstu vikur en um borð eru 17 farþegasæti. Vélar af þessari tegund, JU-52, voru upphaflega smíðaðar sem farþegavélar upp úr 1930 en þýski herinn nýtti þær síðan til að flytja fallhlífahermenn, til birgðaflutninga og sem sprengjuvélar en einnig til að flytja Adolf Hitler og fleiri leiðtoga Nasistaflokksins. Miðhreyfillinn á nefinu er helsta sérkenni þeirra. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1937, eða í 75 ár, sem flugvél af þessari tegund, með leyfi til farþegaflugs, flýgur fram og til baka yfir Atlantshaf, milli Þýskalands og Bandaríkjanna. Nærri fimmþúsund voru smíðaðar en nú eru aðeins átta eftir flughæfar í heiminum. Vélin sem nú er lent í Reykjavík var smíðuð árið 1939 í Þýskalandi en er nú í eigu svissnesk félags sem sérhæfir sig í varðveislu sögulegra flugvéla. Brottför héðan er áætluð klukkan átta í fyramálið, að því gefnu að varahlutur berist í tæka tíð, en annars verður flugvélin í Reykjavík í tvo daga. Næstu áfangastaðir eru Kulusuk á Grænlandi og Iqaluit í Nunavut í Kanada.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira