Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm.
Einar hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúma sex mánuði. „Þetta er mesta vindhögg í sögu lögreglunnar," sagði hann þegar hann gekk út úr dómhúsinu. Saksóknari mun hafa færi á að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Verði niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í dag staðfest er mjög líklegt að Einar höfði skaðabótamál vegna gæsluvarðhaldsins, að sögn Oddgeirs Einarssonar verjanda hans.
Það var Héraðdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn.
Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður
