Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað 20. júní 2012 01:11 Sjávarfljót í Laxá í Dölum, neðan Matarpolls. Áin verður opnuð 28. júní en langt er síðan sást til laxa í ánni. Mynd/Árni Friðleifsson Á dögunum breytti Veiðifélag Laxdæla ósasvæði árinnar og þrengdi rennsli hennar til mikilla muna neðan við svokallaðan Matarpoll, eins og kemur fram á vef SVFR. Hefur ánni verið ýtt saman þannig hún rennur óskipt niður í neðsta veiðistaðinn, Sjávarfljót, sem lítur nú betur út en hann hefur gert undanfarin ár. Um tvær vikur eru síðan að fyrsti laxinn sást í Laxá í Dölum og hefur lax reyndar legið á veiðistaðnum Dönustaðagrjótum undanfarið. Veiði hefst í Laxá í Dölum þann 28. júní næstkomandi. Eitthvað er af lausum dögum en þeim fækkar hratt. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði
Á dögunum breytti Veiðifélag Laxdæla ósasvæði árinnar og þrengdi rennsli hennar til mikilla muna neðan við svokallaðan Matarpoll, eins og kemur fram á vef SVFR. Hefur ánni verið ýtt saman þannig hún rennur óskipt niður í neðsta veiðistaðinn, Sjávarfljót, sem lítur nú betur út en hann hefur gert undanfarin ár. Um tvær vikur eru síðan að fyrsti laxinn sást í Laxá í Dölum og hefur lax reyndar legið á veiðistaðnum Dönustaðagrjótum undanfarið. Veiði hefst í Laxá í Dölum þann 28. júní næstkomandi. Eitthvað er af lausum dögum en þeim fækkar hratt. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði