Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2020 10:10 Það er kominn haustbragur í veiðina í flestum ánum og það sést aðeins á veiðitölunum en margar árnar eiga oft góða endaspretti á haustinn. Það er svo sem ekkert nýtt í þessum vikulegu veiðitölum. Eystri Rangá heldur toppsætinu og það er langt í næstu á sem fyrir nokkrum árum var yfirleitt alltaf efst eða ofarlega á listanum. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 6.791 lax með vikuveiði upp á 1.470 laxa og það er ennþá tæpir tveir mánuðir eftir af veiðitímanum svo þessi tala á bara eftir að hækka og líklega um nokkur þúsund! Ytri Rangá er í öðru sæti með vikuveiði upp á 121 lax, Affall er ennþá að gera frábæra hluti enda hafa sleppingarnar þar tekist mjög vel en vikuveiðin var upp á 184 laxa. Selá átti frábæra vikui með 173 laxa, Miðfjarðará 81 lax, Jökla er að teygja sig að gamla metinu en því miður komin á yfirfall en vikan skilaði samt 115 löxum. Vesturlandið er að vera ansi rólegt í mörgum ánum. Straumfjarðará er með 20 laxa viku, Laxá í Leirársveit 45 laxa, Laxá í Dölum 31 lax eins og Laxá í Kjós. Þverá/Kjarrá með 55 laxa viku, Norðurá með 41 lax og svo Langá með 73 laxa en hún á oft mjög góðan september og það virðist vera mun meira af laxi í henni en í hinum ánum í allra næsta nágrenni. Depurðin í Grímsá er sú að sjá bara 13 laxa eftir vikuna en það toppar ekki það afhroð í veiði sem virðist vera í Laxá í Aðaldal með sínar 18 stangir og 9 laxa bókaða eftir vikuna. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Það er kominn haustbragur í veiðina í flestum ánum og það sést aðeins á veiðitölunum en margar árnar eiga oft góða endaspretti á haustinn. Það er svo sem ekkert nýtt í þessum vikulegu veiðitölum. Eystri Rangá heldur toppsætinu og það er langt í næstu á sem fyrir nokkrum árum var yfirleitt alltaf efst eða ofarlega á listanum. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 6.791 lax með vikuveiði upp á 1.470 laxa og það er ennþá tæpir tveir mánuðir eftir af veiðitímanum svo þessi tala á bara eftir að hækka og líklega um nokkur þúsund! Ytri Rangá er í öðru sæti með vikuveiði upp á 121 lax, Affall er ennþá að gera frábæra hluti enda hafa sleppingarnar þar tekist mjög vel en vikuveiðin var upp á 184 laxa. Selá átti frábæra vikui með 173 laxa, Miðfjarðará 81 lax, Jökla er að teygja sig að gamla metinu en því miður komin á yfirfall en vikan skilaði samt 115 löxum. Vesturlandið er að vera ansi rólegt í mörgum ánum. Straumfjarðará er með 20 laxa viku, Laxá í Leirársveit 45 laxa, Laxá í Dölum 31 lax eins og Laxá í Kjós. Þverá/Kjarrá með 55 laxa viku, Norðurá með 41 lax og svo Langá með 73 laxa en hún á oft mjög góðan september og það virðist vera mun meira af laxi í henni en í hinum ánum í allra næsta nágrenni. Depurðin í Grímsá er sú að sjá bara 13 laxa eftir vikuna en það toppar ekki það afhroð í veiði sem virðist vera í Laxá í Aðaldal með sínar 18 stangir og 9 laxa bókaða eftir vikuna. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði