Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum BBI skrifar 28. nóvember 2012 18:09 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Lögfræðinganefndin sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs áður en það var lagt fram á Alþingi sem frumvarp gerði efnisbreytingar á eignarréttarákvæðinu. Sömuleiðis breytti nefndin ákvæðinu um að auðlindir skyldu vera í þjóðareigu. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að „allar viðvörunarbjöllur hringi hjá sér vegna breytingarinnar á auðlindaákvæðinu".Eignarréttarákvæðið Í 13. grein frumvarps stjórnlagaráðs er eignarrétturinn lýstur friðhelgur. Í tillögum stjórnlagaráðs kom hins vegar þetta fram í 2. málsgrein: „Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög." Þessa málsgrein í heild sinni fellir lögfræðinganefndin burt í frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. „Þetta er efnislega breyting. Það þarf náttúrlega að skoða," segir Ólína. „Stjórnlagaráð vildi semsagt að ábyrgð og skylda fylgdi eign á einhverju, eins og er í þýsku stjórnarskránni. Þetta er siðferðileg spurning, mikil."Auðlindaákvæðið Lögfræðinganefndin gerði einnig breytingar á 34. grein frumvarpsins sem fjallar um þjóðareign á auðlindum, en við það ákvæði fékkst víðtækur stuðningur þjóðarinnar í atkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn. Lögfróðir menn eru margir sammála um að breytingarnar feli í sér efnisbreytingar að sögn Ólínu. Í tillögum stjórnlagaráðs kom fram að þær auðlindir „sem ekki eru í einkaeigu" væru ævarandi eign þjóðarinnar. Nefndin sem fór yfir frumvarpið breytti orðalaginu svo nú er talað um auðlindir „sem ekki eru háðar einkaeignarrétti". „Þannig að við á Alþingi erum ekki að horfa á sama orðalag og almenningur horfði á þegar hann kaus um ákvæðið og það finnst mér skipta miklu máli," segir Ólína. „Sú siðferðisspurning kviknar hvort réttlætanlegt sé að hafa orðalag greinarinnar öðruvísi en fólk kaus um það í atkvæðagreiðslunni." Menn eru ekki vissir um hve mikil efnisbreyting felist í orðalagsbreytingunni en „þau rök hafa verið sett fram að með þessu sé ekki aðeins verið að undanskilja réttindi í einkaeigu heldur einnig réttindi í eigu sveitarfélaga og ríkisins. Þetta er talsvert flókið mál," segir Ólína. „Auðvitað þarf að fara vel yfir þetta og ekkert ólíklegt að eitthvað af þessum orðalagsbreytingum gangi til baka," segir Ólína. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Lögfræðinganefndin sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs áður en það var lagt fram á Alþingi sem frumvarp gerði efnisbreytingar á eignarréttarákvæðinu. Sömuleiðis breytti nefndin ákvæðinu um að auðlindir skyldu vera í þjóðareigu. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að „allar viðvörunarbjöllur hringi hjá sér vegna breytingarinnar á auðlindaákvæðinu".Eignarréttarákvæðið Í 13. grein frumvarps stjórnlagaráðs er eignarrétturinn lýstur friðhelgur. Í tillögum stjórnlagaráðs kom hins vegar þetta fram í 2. málsgrein: „Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög." Þessa málsgrein í heild sinni fellir lögfræðinganefndin burt í frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. „Þetta er efnislega breyting. Það þarf náttúrlega að skoða," segir Ólína. „Stjórnlagaráð vildi semsagt að ábyrgð og skylda fylgdi eign á einhverju, eins og er í þýsku stjórnarskránni. Þetta er siðferðileg spurning, mikil."Auðlindaákvæðið Lögfræðinganefndin gerði einnig breytingar á 34. grein frumvarpsins sem fjallar um þjóðareign á auðlindum, en við það ákvæði fékkst víðtækur stuðningur þjóðarinnar í atkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn. Lögfróðir menn eru margir sammála um að breytingarnar feli í sér efnisbreytingar að sögn Ólínu. Í tillögum stjórnlagaráðs kom fram að þær auðlindir „sem ekki eru í einkaeigu" væru ævarandi eign þjóðarinnar. Nefndin sem fór yfir frumvarpið breytti orðalaginu svo nú er talað um auðlindir „sem ekki eru háðar einkaeignarrétti". „Þannig að við á Alþingi erum ekki að horfa á sama orðalag og almenningur horfði á þegar hann kaus um ákvæðið og það finnst mér skipta miklu máli," segir Ólína. „Sú siðferðisspurning kviknar hvort réttlætanlegt sé að hafa orðalag greinarinnar öðruvísi en fólk kaus um það í atkvæðagreiðslunni." Menn eru ekki vissir um hve mikil efnisbreyting felist í orðalagsbreytingunni en „þau rök hafa verið sett fram að með þessu sé ekki aðeins verið að undanskilja réttindi í einkaeigu heldur einnig réttindi í eigu sveitarfélaga og ríkisins. Þetta er talsvert flókið mál," segir Ólína. „Auðvitað þarf að fara vel yfir þetta og ekkert ólíklegt að eitthvað af þessum orðalagsbreytingum gangi til baka," segir Ólína.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira