Tók hún tjakkinn á málið? Jóhann Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 17:51 Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun