Innlent

Mannasiðir á göngubrú

Myndir/ Anton Brink
Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir.

Ef betur er að gáð má sjá að stafirnir eru samsettir úr nýjustu forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Mónitor, þar sem rætt er við Egil Einarsson, eða Gillz, eins og hann hefur oft verið kallaður.

Sumum fannst viðtalið verulega gagnrýnisvert, meðal annars skoruðu menntaskólanemar á ritstjóra tímaritsins, Jón Ragnar Jónsson, að biðjast formlega afsökunar á viðtalinu.

Meðal annars sagði í bréfinu:

„Það er ámælisvert að Monitor skuli hafa valið Egil Einarsson til að prýða forsíðu blaðsins í þessari viku. Monitor gefur sig út fyrir að vera málgagn ungs fólks en ég tel Egil síður en svo góða fyrirmynd þess (líkt og hann gefur sig út fyrir að vera í umræddu viðtali). Þau sem hafa prýtt forsíðu Monitor fram til þessa hafa jafnan átt erindi við ungt fólk vegna jákvæðrar umræðu. Fellur Egill undir þá skilgreiningu?"

Ekki er ljóst hver var að verki þarna en hitt er ljóst að uppátækið hefur vakið nokkra athygli.


Tengdar fréttir

„Ég er ekki í neinum hefndarhug“

"Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill "Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×