Segir SVFR svikið af Selfyssingum 28. nóvember 2012 07:00 Afar þungt hljóð er í Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR, vegna framgöngu Stangaveiðifélags Selfoss og íhugar stjórn SVFR aðild sína að LS vegna málsins Mynd/Svavar Í ársskýrslu SVFR kemur fram að veiðisvæði Vola, Baugsstaðaóss og Tungu-Bár mun ekki verða í boði til félagsmanna næsta sumar, og er svæðið því ekki að finna í komandi söluskrá SVFR. Ástæðuna fyrir þessum breytingum reifaði Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, á aðalfundi síðastliðinn laugardag og er málið reifað í frétt á heimasíðu félagsins í gær. Bjarni fer þungum orðum um framgang Stangveiðifélags Selfoss varðandi samstarf um veiðisvæðið og vænir SVFS um óheiðarlega framgöngu. Vegna þessa máls ætlar stjórn SVFR að endurskoða formlega aðild að Landssambandi veiðifélaga. Á fundinum sagði Bjarni að SVFR hafi átt í ýmisskonar samstarfi við önnur stangaveiðifélög og tekið þátt í starfi Landssambands stangaveiðifélaga frá stofnun þess. „Því er ekki að leyna að stundum hafa komið einhverjir hnökrar á samstarfið og oft hefur stjórn SVFR haft það á tilfinningunni að smærri félögin telji sig ekki eiga samleið með SVFR. Við höfum ætíð reynt að starfa heiðarlega með þessum félögum. T.d. höfum við forðast það að bjóða í veiðisvæði sem önnur stangaveiðifélög hafa haft innan sinna vébanda," sagði Bjarni og bætti við: "Árið 2007 var veiðisvæði Vola og Baugstaðaróss boðið út. SVFR hugðist senda inn tilboð, en þar sem Stangaveiðifélag Selfoss óskaði eftir samstarfi við okkur drógum við okkur til baka. Það varð úr að Selfyssingar sömdu við veiðiréttareigendur en við skiptum svo með okkur veiðidögum. Í haust, í þann mund sem samningar voru að renna út, höfðu Selfyssingar samband við veiðréttareigendur og framlengdu samninginn. Við heyrðum síðan á skotspónum hvar þeir gumuðu sig af því að nú yrðu þeir einir með pakkann. Þeir höfðu ekki einu sinni dug í sér að láta okkur vita af svikunum fyrr en við gengum eftir því. Að mati stjórnar SVFR er þetta ódrengileg framkoma og nú spyrjum við okkur hvort við eigum yfirhöfuð samleið með aðilum sem starfa á þennan hátt. Við höfum því ákveðið að endurskoða formlega aðild okkar að Landssambandi stangaveiðifélaga." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Í ársskýrslu SVFR kemur fram að veiðisvæði Vola, Baugsstaðaóss og Tungu-Bár mun ekki verða í boði til félagsmanna næsta sumar, og er svæðið því ekki að finna í komandi söluskrá SVFR. Ástæðuna fyrir þessum breytingum reifaði Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, á aðalfundi síðastliðinn laugardag og er málið reifað í frétt á heimasíðu félagsins í gær. Bjarni fer þungum orðum um framgang Stangveiðifélags Selfoss varðandi samstarf um veiðisvæðið og vænir SVFS um óheiðarlega framgöngu. Vegna þessa máls ætlar stjórn SVFR að endurskoða formlega aðild að Landssambandi veiðifélaga. Á fundinum sagði Bjarni að SVFR hafi átt í ýmisskonar samstarfi við önnur stangaveiðifélög og tekið þátt í starfi Landssambands stangaveiðifélaga frá stofnun þess. „Því er ekki að leyna að stundum hafa komið einhverjir hnökrar á samstarfið og oft hefur stjórn SVFR haft það á tilfinningunni að smærri félögin telji sig ekki eiga samleið með SVFR. Við höfum ætíð reynt að starfa heiðarlega með þessum félögum. T.d. höfum við forðast það að bjóða í veiðisvæði sem önnur stangaveiðifélög hafa haft innan sinna vébanda," sagði Bjarni og bætti við: "Árið 2007 var veiðisvæði Vola og Baugstaðaróss boðið út. SVFR hugðist senda inn tilboð, en þar sem Stangaveiðifélag Selfoss óskaði eftir samstarfi við okkur drógum við okkur til baka. Það varð úr að Selfyssingar sömdu við veiðiréttareigendur en við skiptum svo með okkur veiðidögum. Í haust, í þann mund sem samningar voru að renna út, höfðu Selfyssingar samband við veiðréttareigendur og framlengdu samninginn. Við heyrðum síðan á skotspónum hvar þeir gumuðu sig af því að nú yrðu þeir einir með pakkann. Þeir höfðu ekki einu sinni dug í sér að láta okkur vita af svikunum fyrr en við gengum eftir því. Að mati stjórnar SVFR er þetta ódrengileg framkoma og nú spyrjum við okkur hvort við eigum yfirhöfuð samleið með aðilum sem starfa á þennan hátt. Við höfum því ákveðið að endurskoða formlega aðild okkar að Landssambandi stangaveiðifélaga." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði