Dóttir Jóns Gnarr borgarstjórans í Reykjavík, Margrét Edda Gnarr, komst ekki á verðlaunapall á IFBB heismeistarmótinu í fitness sem fram fór í Póllandi síðustu helgi. Nú er hún stödd í Madríd þar sem hún keppir í Arnold Classic keppninni sem fram fer næstu helgi.
Lífið heyrði í Margréti sem æfir eins og skepna enda ætlar hún sér stóra hluti á mótinu.
"Ég er stödd í Madríd. Það gengur vel fyrir Arnold! Ég keppi á föstudaginn," svarar Margrét.
Margrét Gnarr æfir eins og skepna
