Leik lokið: Ísland - Noregur 34-32 | Stórbrotinn sigur eftir ótrúlega lokamínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2012 15:47 Strákarnir fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Nordic Photos / AFP Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það. Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það.
Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira