Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2012 06:00 Dæmi er um ísbjörn sem synti nærri 700 kílómetra á 9 dögum. Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar í fyrra. Þeir höfðu komið fyrir hálsól á ísbirninum með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Sundið hefði reynst birninum enn auðveldara ef hann hefði aðeins þurft að fara frá ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna. Athyglisvert er að ísbirnirnir sem sést hafa á Íslandi á undanförnum árum hafa allir komið fyrri hluta sumars, á sama tíma og landsselir kæpa, eða eru með unga kópa. Þeirri spurningu hefur því verið varpað fram hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokki þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Þekkt er að ísbirnir eru einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í tuga kílómetra fjarlægð. Á Vatnsnesi, þar sem ísbjörn er talinn hafa sést í gær, eru einhverjar mestu selaslóðir hér við land og af þeim sökum er Selasetur Íslands starfrækt á Hvammstanga. Vatnsnes stendur við Húnaflóa, en örnefnið er eitt skýrasta dæmið um að hvítabirnir hafa verið þekktir frá fyrstu tíð mannvistar á landinu. Í Vatnsdælasögu segir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli fann birnu og tvo húna á vatninu og nefndi það því Húnavatn. Síðar fór hann með bjarndýrin til Noregs og gaf þau Haraldi konungi hárfagra. Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 "Finnst hvorki tangur né tetur af bangsa" Lögreglan á Blönduósi hefur hætt leit að hvítabirninum í Húnaflóa. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar er farin í hvíld en leit verður haldið áfram á morgun. 4. júlí 2012 23:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar í fyrra. Þeir höfðu komið fyrir hálsól á ísbirninum með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Sundið hefði reynst birninum enn auðveldara ef hann hefði aðeins þurft að fara frá ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna. Athyglisvert er að ísbirnirnir sem sést hafa á Íslandi á undanförnum árum hafa allir komið fyrri hluta sumars, á sama tíma og landsselir kæpa, eða eru með unga kópa. Þeirri spurningu hefur því verið varpað fram hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokki þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Þekkt er að ísbirnir eru einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í tuga kílómetra fjarlægð. Á Vatnsnesi, þar sem ísbjörn er talinn hafa sést í gær, eru einhverjar mestu selaslóðir hér við land og af þeim sökum er Selasetur Íslands starfrækt á Hvammstanga. Vatnsnes stendur við Húnaflóa, en örnefnið er eitt skýrasta dæmið um að hvítabirnir hafa verið þekktir frá fyrstu tíð mannvistar á landinu. Í Vatnsdælasögu segir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli fann birnu og tvo húna á vatninu og nefndi það því Húnavatn. Síðar fór hann með bjarndýrin til Noregs og gaf þau Haraldi konungi hárfagra.
Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 "Finnst hvorki tangur né tetur af bangsa" Lögreglan á Blönduósi hefur hætt leit að hvítabirninum í Húnaflóa. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar er farin í hvíld en leit verður haldið áfram á morgun. 4. júlí 2012 23:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15
Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30
"Finnst hvorki tangur né tetur af bangsa" Lögreglan á Blönduósi hefur hætt leit að hvítabirninum í Húnaflóa. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar er farin í hvíld en leit verður haldið áfram á morgun. 4. júlí 2012 23:45