Vitnaleiðslum í Landsdómsmálinu er lokið í dag. Það var sjálf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem gaf skýrslu síðust. Réttarhöldunum hefur verið frestað þangað til klukkan níu á mánudaginn.
Þá mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, bera vitni. Þann dag munu einnig bera vitni þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, auk Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans.
Lokadagur vitnaleiðsla er á þriðjudaginn en eftir það tekur við málflutningur saksóknara og verjanda.
Vitnaleiðslum lokið í dag
Jón Hákon Halldórsson skrifar
