John Grant og Helgi Björns sömdu lagið Finish on Top 9. mars 2012 10:00 gott samstarf Helgi Björnsson og John Grant við upptökurnar á laginu Finish on Top. „Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira