Lýðræði okkar er berskjaldað Frosti Sigurjónsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun