Lífið

Bakraddirnar í Eurovision

Þau Alma Rut Kristjánsdóttir, Gísli Magna, Guðrún Árný Karlsdóttir og Pétur Örn Guðundsson fara til Bakú í fyrramálið.   Þau eru raddirnar sem syngja með Gretu Salóme og Jónsa í laginu Never forget, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Við töluðum við söngkonuna Ölmu Rut sem segir stemninguna í hópnum alveg frábæra. Hópurinn er búinn að æfa nánast á hverjum degi síðastliðnar vikur og atriðið verður alltaf sterkara og sterkara. Ferðalagið á laugardaginn er nokkuð langt. Þau taka þrjár flugvélar og lenda í Bakú aðfaranótt sunnudags.

Ekki gefst mikill tími til hvíldar því þau vakna síðan eldsnemma á sunnudagsmorgun til að mæta á fyrstu sviðsæfinguna í Kristalshöllinni. En hópurinn er vel stemmdur og ætla að sjálfsögðu að standa sig vel á æfingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.