Sport

Vefurinn hans Kára Steins heitir silfrið þar til að gullið kemur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. Mynd/Valli
Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari og Ólympíufari, hefur stofnað nýja vefsíðu þar sem fjallað verður ítarlega um frjálsar íþróttir. Vefurinn hefur fengið nafnið Silfrið.is.

Silfrið er frjálsíþróttavefur sem fjallar um allt tengt frjálsum íþróttum og hlaupum bæði hér heima og erlendis.

Nafn vefsins, Silfrið er tilvísun í Silfurverðlaunin sem Vilhjálmur Einarsson vann í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Árangur Vilhjálms er að margra mati besti árangur í sögu íslenskra frjálsíþrótta og því ekki úr vegi að nefna vefinn eftir þessum frábæra árangri.

Hins vegar ef (þegar) Íslendingum tekst að næla sér í gullverðlaun á Heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum í frjálsum íþróttum verður nafni vefsins breytt í gullið.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×