Látum fordómana fjúka! Guðrún Runólfsdóttir skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun