Hvað má læra af Hörpu? Bergur Hauksson skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun