Hvað má læra af Hörpu? Bergur Hauksson skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Sjá meira
Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar