Leikarar hér og þar Jónína Michaelsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Leiklist er dásamleg þegar best gerist og góð skemmtun þó að efnið sé ekki hátimbrað. Leiklist finnum við í leikhúsi og kvikmyndahúsum, en líka í daglegu lífi. Stundum er það leikaraskapur, en oft hreinasta snilld. Um það vitna leikararnir í Alþingishúsinu sem allir geta fylgst með. Forsetinn okkar er þó fremstur í flokki, enda með áratuga reynslu í faginu. Það kom dável í ljós þegar hann fór fögrum og fáguðum orðum um frelsið sem biði hans þegar hann gæti verið hann sjálfur. Hins vegar var eins og hann gæti ekki fengið af sér að segja berum orðum að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í vor. Vildi kannski bíða eftir viðbrögðum. Áskorunum. Kæmi vel út í erlendum blöðum. Þægilegt viðmótFraman af ævi er ekki óalgengt að maður villist á skoðunum og staðreyndum. Telji eigið gildismat byggt á staðreyndum. Mér er minnisstætt þegar ég var að tala við gamla skólasystur um jafnöldru okkar, og sagði að mér líkaði svo vel við hana því að hún væri svo hrein og bein. Segði jafnan skoðun sína umbúðalaust. Skólasystir mín sagði þurrlega að hún kysi miklu frekar að umgangast fólk sem væri þægilegt í viðmóti en það sem væri svona blátt áfram. Sér væri alveg sama þó að það væri yfirborðskurteisi. Þetta var opinberun fyrir mig. Ég áttaði mig allt í einu á því að skoðanir og lífsviðhorf geta verið eins og föt – það klæðir ekki alla það sama, og maður á að taka hverjum og einum eins og hann er. Stundum er þó ekki auðvelt að átta sig á hvernig þeir, sem eru alltaf í hlutverki, eru innst inni. Hverjir þeir eru raunverulega. En þegar til stykkisins kemur veit maður ekki einu sinni hvernig maður sjálfur er inn við beinið. Ég held að við séum dálítið eins og ævidagatal, þar sem einn og einn gluggi opnast á lífsleiðinni og þar koma í ljós hugmyndir, hæfileikar og skoðanir sem við vissum ekkert um að við bærum í okkur. Ný ríkisstjórnNýtt upphaf er alltaf spennandi og ég heyri að það eru fleiri en ég sem eru dálítið skotnir í tölunni 2012. Komin er ný ríkisstjórn þó að hún sé að mestu leyti sú sama, og í fréttum er sagt frá hækkunum á flestu öðru en launum. Alltaf sami fagnaðarboðskapurinn. En þó að stjórnin njóti ekki trausts er sjálfsagt að óska henni árs og friðar og góðs gengis í erfiðu starfi, því að við eigum allt undir því að þetta fólk standi sig. Lesendum óska ég farsældar og betri ríkisstjórnar á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Leiklist er dásamleg þegar best gerist og góð skemmtun þó að efnið sé ekki hátimbrað. Leiklist finnum við í leikhúsi og kvikmyndahúsum, en líka í daglegu lífi. Stundum er það leikaraskapur, en oft hreinasta snilld. Um það vitna leikararnir í Alþingishúsinu sem allir geta fylgst með. Forsetinn okkar er þó fremstur í flokki, enda með áratuga reynslu í faginu. Það kom dável í ljós þegar hann fór fögrum og fáguðum orðum um frelsið sem biði hans þegar hann gæti verið hann sjálfur. Hins vegar var eins og hann gæti ekki fengið af sér að segja berum orðum að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í vor. Vildi kannski bíða eftir viðbrögðum. Áskorunum. Kæmi vel út í erlendum blöðum. Þægilegt viðmótFraman af ævi er ekki óalgengt að maður villist á skoðunum og staðreyndum. Telji eigið gildismat byggt á staðreyndum. Mér er minnisstætt þegar ég var að tala við gamla skólasystur um jafnöldru okkar, og sagði að mér líkaði svo vel við hana því að hún væri svo hrein og bein. Segði jafnan skoðun sína umbúðalaust. Skólasystir mín sagði þurrlega að hún kysi miklu frekar að umgangast fólk sem væri þægilegt í viðmóti en það sem væri svona blátt áfram. Sér væri alveg sama þó að það væri yfirborðskurteisi. Þetta var opinberun fyrir mig. Ég áttaði mig allt í einu á því að skoðanir og lífsviðhorf geta verið eins og föt – það klæðir ekki alla það sama, og maður á að taka hverjum og einum eins og hann er. Stundum er þó ekki auðvelt að átta sig á hvernig þeir, sem eru alltaf í hlutverki, eru innst inni. Hverjir þeir eru raunverulega. En þegar til stykkisins kemur veit maður ekki einu sinni hvernig maður sjálfur er inn við beinið. Ég held að við séum dálítið eins og ævidagatal, þar sem einn og einn gluggi opnast á lífsleiðinni og þar koma í ljós hugmyndir, hæfileikar og skoðanir sem við vissum ekkert um að við bærum í okkur. Ný ríkisstjórnNýtt upphaf er alltaf spennandi og ég heyri að það eru fleiri en ég sem eru dálítið skotnir í tölunni 2012. Komin er ný ríkisstjórn þó að hún sé að mestu leyti sú sama, og í fréttum er sagt frá hækkunum á flestu öðru en launum. Alltaf sami fagnaðarboðskapurinn. En þó að stjórnin njóti ekki trausts er sjálfsagt að óska henni árs og friðar og góðs gengis í erfiðu starfi, því að við eigum allt undir því að þetta fólk standi sig. Lesendum óska ég farsældar og betri ríkisstjórnar á nýju ári.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun