Íslenski boltinn

Blikakonur minnkuðu forskot Þor/KA - Elín Metta með þrennu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. Mynd/Ernir
Breiðablik og Valur unnu bæði góða útisigri í 11. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur minnkuðu forskot Þór/KA á toppnum í fimm stig og Valskonur komust upp í fjórða sæti deildarinnar en þær nýttu sér þar óvænt tap ÍBV á móti FH í kvöld.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (2) og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu mörk Blika í 3-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum. Breiðablik er þar með fimm stigum á eftir toppliði Þór/KA.

Elín Metta Jensen skoraði þrennu og Dóra María Lárusdóttir var með tvö mörk þegar Valur vann 5-2 sigur á Selfossi en Valskonur skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. Valsliðið er þar með búið að vinna tvo sigra í röð og komust fyrir vikið upp fyrir ÍBV og í fjórða sæti deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

ÍBV - FH 0-3

0-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (37.),, 0-2 Sara McFadden (61.), 0-3 Sara McFadden (78.)

Afturelding - Breiðablik 0-3

0-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (29.), 0-2 Fanndís Friðriksdóttir (46.), 0-3 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (90.+2).

Selfoss - Valur 2-5

0-1 Elín Metta Jensen (5.), 0-2 Dóra María Lárusdóttir (28.), 0-3 Elín Metta Jensen (30.), 0-4 Elín Metta Jensen (66.), 0-5 Dóra María Lárusdóttir (68.), 1-5 Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (78.), 2-5 Eva Lind Elíasdóttir (82.)

Upplýsingar um markaskorar eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×