Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti fá svör á móti Ólympíuliði Litháa í æfingaleik í Siemens-höllinni í Vilinius í kvöld. Litháen var komið 20 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og vann leikinn á endanum með 50 stigum, 101-51.
Íslensku strákarnir réðu ekkert við frábært lið Litháen sem tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum á dögunum og ætlar sér stóra hluti í London. Íslenska liðið þarf aftur á móti að sýna mun betri leik þegar liðið mætir Serbíu í Laugardalshöllinni 14. ágúst næstkomandi.
Litháen komst í 13-2, 28-7 og var 30-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Litháen var síðan 47-31 yfir í hálfleik eftir að Jón Arnór Stefánsson minnkaði muninn með þriggja stiga körfu í lok annars leikhluta. Jón Arnór var kominn með níu stig í hálfleik.
Litháar skoruðu tólf fyrstu stig seinni hálfleiksins og því löngu orðið ljóst að íslenska liðið átti engin svör við gríðarlega sterku liði Litháen. Munurinn varð á endanum 50 stig, 101-51.
Íslenska liðið tapað með 38 stigum (67-105) og 53 stigum (62-115) þegar þjóðirnar mættust síðast í aðdraganda Ólympíuleikanna í Peking 2008.
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, var stigahæstur með 13 stig og Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig.
Strákarnir töpuðu stórt á móti Ólympíuliði Litháa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

