Hið íslenska glæpafélag ætlar að bjóða hinum 83 ára rithöfundi, Guðbjörgu Tómasdóttur, að lesa upp úr skáldsögu sinni Morð og missætti á væntanlegu glæpakvöldi sínu.
Þar verður lesið upp úr þeim glæpasögum sem koma út í ár undir styrkri stjórn Eiríks Brynjólfssonar, formanns félagsins. Guðbjörg var í viðtali í Fréttablaðinu á laugardaginn í tilefni útgáfu bókarinnar. Eiturlyf og glæpir koma við sögu í Morði og missætti og sagðist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna skrifa sinna.
