Körfubolti

Pavel og félagar áfram þrátt fyrir tap

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Pavel Ermolinskij skoraði fjögur stig fyrir Norrköping Dolphins þegar liðið tapaði 84-80 gegn Tampereen Pytinto í Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik í gærkvöldi.

Þrátt fyrir tapið komust Höfrungarnir upp úr riðli sínum. BK Ventspils, sem vann alla leiki sína og hafnaði í efsta sæti riðilsins, lagði Södertälje Kings með 34 stigum í gærkvöldi.

Tapið gerði það að verkum að Höfrungarnir áttu víst sæti í 16-liða úrslitum tækist liðinu að forðast tap með meira en níu stiga mun gegn Tampereen Pytinto. Það tókst Pavel og félögum.

Liðunum sextán er á ný skipt í riðla, nú fjóra fjögurra liða riðla, þar sem leikið er heima og að heiman. Mótherjarnir verða Krasnye Krylia Samara frá Rússlandi, BC Khimik Yuzhny frá Úkraínu og Tofas SC frá Tyrklandi.

Fyrstu leikirnir fara fram um miðjan janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×