Brekkurnar í Bláfjöllum mýktar með grasi úr Reykjavík 12. desember 2012 12:15 Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna. Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður góðar. Magnús Árnason framkvæmdastjóri segir forréttindi að fá að keyra upp í fjöll á hverjum degi í vinnuna. Aðstæður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum hafa verið einstaklega góðar undanfarin ár. Ástæður þess eru ekki bara veðurfarslegar og margt sem kemur til. Mikil landgræðsla hefur átt sér stað undanfarin sumur á svæðinu sem bætir aðstæður enn frekar. „Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. Þá þarf minni snjó til að gera brekkurnar skíðafærar. Auk þess verður hér miklu fallegra um að litast á sumrin,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins. „Við höfum einnig verið að reisa svokallaðar snjógirðingar sem safna saman snjó sem annars fyki bara burt. Hann er svo notaður til að troða í brekkurnar og munar ótrúlega miklu um þetta.“ Magnús hefur starfað sem framkvæmdastjóri skíðasvæðisins síðan 2007. „Ég var nú ekki ráðinn út af skíðakunnáttunni, enda bara miðlungsskíðamaður. Ég kann hins vegar mjög vel við starfið sem er virkilega fjölbreytt og krefjandi. Suma daga er ég allan daginn á skrifstofunni en aðra er ég kominn út í kuldagalla að splæsa víra eða græja einhverja hluti. Það eru auðvitað forréttindi að fá að keyra í vinnuna upp í fjöll á hverjum degi og njóta þeirrar fegurðar sem hér er.“ Á skíðasvæðinu starfa fimm starfsmenn allt árið en á háannatímum eru þeir um 23. „Ef það er lokað þá er verið sinna viðhaldi sem ekki er hægt að sinna þegar lyftur eru í gangi og allt fullt af fólki.“Töfrateppi fyrir börnin Um þessar mundir er unnið að uppsetningu á svokölluðu töfrateppi sem er færiband sem flytur fólk upp brekkurnar og er tilvalið fyrir byrjendur og börn allt niður í tveggja ára. „Við erum að leggja lokahönd á 72 metra langt töfrateppi sem er nýjasta viðbótin í Bláfjöllum. Í kringum töfrateppið munum við svo leggja áherslu á frekari uppbyggingu sérstaks fjölskyldusvæðis. Skíðaiðkun er nefnilega mjög ódýr og fjölskylduvæn íþrótt. Hingað koma heilu fjölskyldurnar saman, þótt þær skíði ekkert endilega saman allan tímann þá hittast þær í skálanum og fá sér kakó og allir fara sælir og glaðir heim.“Allar upplýsingar um opnun, rútuferðir og aðstæður hverju sinni má fá á skidasvaedi.is, í síma 5303000 og á Facebook-síðu undir Skíðasvæðin Bláfjöll/Skálafell. Skíðasvæði Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður góðar. Magnús Árnason framkvæmdastjóri segir forréttindi að fá að keyra upp í fjöll á hverjum degi í vinnuna. Aðstæður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum hafa verið einstaklega góðar undanfarin ár. Ástæður þess eru ekki bara veðurfarslegar og margt sem kemur til. Mikil landgræðsla hefur átt sér stað undanfarin sumur á svæðinu sem bætir aðstæður enn frekar. „Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. Þá þarf minni snjó til að gera brekkurnar skíðafærar. Auk þess verður hér miklu fallegra um að litast á sumrin,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins. „Við höfum einnig verið að reisa svokallaðar snjógirðingar sem safna saman snjó sem annars fyki bara burt. Hann er svo notaður til að troða í brekkurnar og munar ótrúlega miklu um þetta.“ Magnús hefur starfað sem framkvæmdastjóri skíðasvæðisins síðan 2007. „Ég var nú ekki ráðinn út af skíðakunnáttunni, enda bara miðlungsskíðamaður. Ég kann hins vegar mjög vel við starfið sem er virkilega fjölbreytt og krefjandi. Suma daga er ég allan daginn á skrifstofunni en aðra er ég kominn út í kuldagalla að splæsa víra eða græja einhverja hluti. Það eru auðvitað forréttindi að fá að keyra í vinnuna upp í fjöll á hverjum degi og njóta þeirrar fegurðar sem hér er.“ Á skíðasvæðinu starfa fimm starfsmenn allt árið en á háannatímum eru þeir um 23. „Ef það er lokað þá er verið sinna viðhaldi sem ekki er hægt að sinna þegar lyftur eru í gangi og allt fullt af fólki.“Töfrateppi fyrir börnin Um þessar mundir er unnið að uppsetningu á svokölluðu töfrateppi sem er færiband sem flytur fólk upp brekkurnar og er tilvalið fyrir byrjendur og börn allt niður í tveggja ára. „Við erum að leggja lokahönd á 72 metra langt töfrateppi sem er nýjasta viðbótin í Bláfjöllum. Í kringum töfrateppið munum við svo leggja áherslu á frekari uppbyggingu sérstaks fjölskyldusvæðis. Skíðaiðkun er nefnilega mjög ódýr og fjölskylduvæn íþrótt. Hingað koma heilu fjölskyldurnar saman, þótt þær skíði ekkert endilega saman allan tímann þá hittast þær í skálanum og fá sér kakó og allir fara sælir og glaðir heim.“Allar upplýsingar um opnun, rútuferðir og aðstæður hverju sinni má fá á skidasvaedi.is, í síma 5303000 og á Facebook-síðu undir Skíðasvæðin Bláfjöll/Skálafell.
Skíðasvæði Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira