Lífið

Vilja spila með Jimmy Page

Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers er að reyna að sannfæra Jimmy Page, fyrrum gítarleikara Led Zeppelin, um að spila með henni þegar hún spilar næst í Englandi.

Sveitin kemur þangað í júní og vonast til að hann verði gestur á einum tónleikum. „Jimmy Page verður að koma á eina tónleika með okkur. Við höfum ekki enn fengið tækifæri til að spila með honum," sagði trommarinn Chad Smith. „Það væri mjög svalt ef það myndi gerast. Ég sá hann einu sinni spila með Foo Fighters á Wembley."

Hægt er að sjá nýjasta myndband hljómsveitarinnar, Look Around, hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.