Lífið

Manson með nýja plötu

Fjórtán lög verða á áttundu hljóðversplötu rokkarans Marilyn Manson, Born Villain, sem kemur út 30. apríl. Þrjú ár eru liðin síðan sú síðasta, The High End Of Low, kom út.

Eitt aukalag verður á plötunni, You"re So Vain, þar sem leikarinn og vinur hans, Johnny Depp, spilar á trommur og gítar. Níu ára sonur Depps, Sam, kemur einnig við sögu í laginu. Manson og Depp hafa verið vinir síðan þeir hittust við tökur á sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street. Manson spilar í Bretlandi í sumar á Sonisphere-hátíðinni ásamt Kiss, Faith No More og Queen.

Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Arma-goddamn-motherf**kin-geddon af síðustu plötu Manson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.