Lífið

Aldrei aftur saman

Jack White segir engar líkur á því að hljómsveitin The White Stripes verði endurvakin. nordicphotos/getty
Jack White segir engar líkur á því að hljómsveitin The White Stripes verði endurvakin. nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Jack White mun ekki endurvekja hljómsveitina The White Stripes og stendur fastur á þeirri skoðun sinni.

White sagði NME að það væru engar líkur á því að þau Meg White myndu taka höndum saman aftur og endurvekja hljómsveitina, nema svo illa kynni að fara að hann yrði gjaldþrota. „Ég sé enga ástæðu til þess. Ég er ekki sú manngerð að ég segist ætla að hætta einhverju en byrja aftur ári síðar. Hefði mér ekki verið alvara með þessu hefði ég ekki haft fyrir því að segja fólki frá þessu.“

The White Stripes hefur ekki spilað saman frá árinu 2007 og ætlar White nú að einbeita sér að sólóferli sínum. „Ein af ástæðunum er að ég vildi koma í veg fyrir að fólk ruglaðist á mér sem sólólistamanni og Jack White í White Stripes.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.