Lífið

Hrafnhildur og Bubbi eignast stúlku

Bubbi, Dögun París og Hrafnhildur.
Bubbi, Dögun París og Hrafnhildur. mynd/365 miðlar
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdóttir verkefnastjóri MBA í Háskólanum í Reykjavík eignuðust stúlku í nótt.

„Óendanlega þakklátur falleg heilbrigð stelpa komin í fangið á okkur hjónum fæddist 12.59 07.05.2012,"skrifar Bubbi Morthens á Facebooksíðuna sína í dag.

Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, sagði fyrst fjölmiðla frá því að Hrafnhildur væri barnshafandi í byrjun árs. Saman eiga þau dótturina Dögun París.  

Lífið óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingu með dótturina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.