Samtök meðlagsgreiðenda Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 7. maí 2012 09:00 Þann 3. maí sl. voru stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja á um réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða jafnvel þótt meðlög séu aðeins lítill hluti af framfærslu meðlagsgreiðenda. Það er eftirtektarvert að þótt 90% allra meðlagsgreiðenda séu einstæðir, þá hefur engin opinber stofnun nokkrar upplýsingar um fjölda þeirra, né heldur veit hve stórt hlutfall þeirra er á vanskilaskrá. Þau gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum benda hins vegar til þess að allt að 75% meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Hins vegar hefur Hagstofan neitað ítrekuðum beiðnum um að fjöldi þeirra sé tekinn saman og unnar séu lífskjararannsóknir fyrir hópinn eins og tíðkast með aðra þjóðfélagshópa. Þótt Hagstofan viti upp á hár hversu mörg verpandi hænsni, kollóttar kindur og svín eru til á Íslandi, telur hún það sér ofviða að telja einstæða meðlagsgreiðendur, og samkvæmt svari hagstofustjóra til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar þessa efnis, telur hann peningum Hagstofu Íslands mun betur varið í að vanda frekari lífskjararannsóknir annarra þjóðfélagshópa. Vegna þessara staðreynda hljóta að vakna upp spurningar um áhugaleysi opinberra stofnana á högum þessa þjóðfélagshóps. Samtök meðlagsgreiðenda telja það algjört jafnréttis- og forgangsmál að meðlagsgreiðendur fái aðkomu að bótakerfinu líkt og aðrir foreldrar. Með þeirri aðkomu væri raunverulegt framlag þeirra til framfærslu barna þeirra viðurkennt af hinu opinbera. Það er ósk Samtaka meðlagsgreiðenda að Hagstofan og fræðasamfélagið hrindi af stað lífskjararannsóknum á þjóðfélagshópnum. Að þeim rannsóknum loknum verði fundin lágmarks neysluviðmið meðlagsgreiðenda sem taki tillit til raunverulegs framfærslukostnaðar þeirra við börn sín sem oft á tíðum dveljast til jafns á heimili lögheimilisforeldris og umgengnisforeldris. Einnig er það krafa samtakanna að opinberar stofnanir, s.s. Innheimtustofnun sveitarfélaga og Umboðsmaður skuldara, styðjist við slík opinber neysluviðmið við innheimtu krafna. Auk þess að fyrirgreiðslur Lánastofnunar íslenskra námsmanna taki ekki einungis tillit til meðlagsgreiðslna heldur einnig til ofangreindra neysluviðmiða og raunverulegrar framfærslu umgengnisforeldra. Að gefnum slíkum neysluviðmiðum fara samtökin fram á að Innheimtustofnun sveitarfélaga geri ekki kröfur á atvinnuleysisbætur eða lágmarkslífeyrisgreiðslur. Þrátt fyrir að Innheimtustofnun sveitarfélaga styðjist ekki við nokkur opinber viðmið eða rannsóknir í störfum sínum, hafa innheimtuaðgerðir stofnunarinnar verið hertar til muna frá hruni og er það orðin regla að skuldajafna vaxtabótum meðlagsgreiðenda við meðlagsskuldir. Eru harðar innheimtuaðferðir stofnunarinnar áhyggjuefni í ljósi þess að hún styðst hvorki við opinber viðmið né nokkrar lífskjararannsóknir um þann þjóðfélagshóp sem hún gerir kröfur til. Samtök meðlagsgreiðenda sjá ástæðu til að benda meðlagsgreiðendum í greiðsluaðlögun á, að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur engan rétt til að skuldajafna vaxtabótum þeirra þar sem þær eru áætlaðar tekjur í gildandi nauðasamningum. Félagsmenn hafa bent samtökunum á að slík skuldajöfnun sé ekki leiðrétt nema meðlagsgreiðendur fari sérstaklega fram á það. Er það sérstaklega mikilvægt að meðlagsskuldarar í greiðsluaðlögun hafi þetta í huga nú þegar sérstakar vaxtabætur voru greiddar út 1. maí. Undanfarið hafa verið uppi hugmyndir á meðal stjórnmálamanna um að hjálpa skuldsettum barnafjölskyldum í vanda í gegnum barnabætur. Samtökin fagna öllum hugmyndum og framkvæmdum sem eru til þess fallin að aðstoða skulduga lögheimilisforeldra í vanda, en benda jafnframt á ójafnræðið í því að undanskilja meðlagsgreiðendur í slíkum aðgerðum þrátt fyrir að lífskjör þeirra séu mun lakari en hjá lögheimilisforeldrum. Þótt samtökin vilji veg lögheimilisforeldra sem mestan, bendum við á, að fleiri eru með börn á framfæri en lögheimilisforeldrar. Meðlagsgreiðendur eru einnig með börn sín á framfæri og eru meðlög hluti af framfærslu þeirra. Auk meðlaga þurfa þeir að leggja út í svipaðan kostnað og lögheimilisforeldrar, þar sem þeir kosta samgöngur, húsnæði, mat, tómstundir auk fatnaðs og læknisþjónustu fyrir börnin. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórnarflokkunum á að þeir þurfa að standa undir eigin stefnu um kynjaða hagstjórn og beina augum sínum að meðlagsgreiðendum sem mynda þann þjóðfélagshóp sem sárast á um að binda í dag. Einnig má benda á þá staðreynd að félagsmenn hafa m.a. sent fyrirspurn til fjármálaráðherra um skattaívilnun fyrir greiðendur meðlags, t.d. í formi aukins persónuafsláttar sem kæmi sér einstaklega vel við dýran heimilsrekstur nútímans. Fyrirspurninni var í stuttu máli hafnað. Með öðrum orðum, þeim konum og körlum sem greiða meðlag á Ísalandi í dag eru allar bjargir bannaðar, þ.e. með tilliti til aðkomu að bótum og ívilnunum af öllu tagi. Það er bjargföst sannfæring samtakanna að réttarbætur til handa meðlagsgreiðendum séu til þess fallnar að gera umgengni þeirra við börnin færari og sömuleiðis að létta undir með lögheimilisforeldrum sem að sjálfsögðu bætir lífsgæði barnanna almennt. Um það snýst þessi barátta, eingöngu. Að auka lífsgæði barnanna okkar. „Þeir sem vilja gerast félagsmenn samtakanna geta sent inn nafn og kennitölu á felagsadild@gmail.com.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Þann 3. maí sl. voru stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja á um réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða jafnvel þótt meðlög séu aðeins lítill hluti af framfærslu meðlagsgreiðenda. Það er eftirtektarvert að þótt 90% allra meðlagsgreiðenda séu einstæðir, þá hefur engin opinber stofnun nokkrar upplýsingar um fjölda þeirra, né heldur veit hve stórt hlutfall þeirra er á vanskilaskrá. Þau gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum benda hins vegar til þess að allt að 75% meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Hins vegar hefur Hagstofan neitað ítrekuðum beiðnum um að fjöldi þeirra sé tekinn saman og unnar séu lífskjararannsóknir fyrir hópinn eins og tíðkast með aðra þjóðfélagshópa. Þótt Hagstofan viti upp á hár hversu mörg verpandi hænsni, kollóttar kindur og svín eru til á Íslandi, telur hún það sér ofviða að telja einstæða meðlagsgreiðendur, og samkvæmt svari hagstofustjóra til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar þessa efnis, telur hann peningum Hagstofu Íslands mun betur varið í að vanda frekari lífskjararannsóknir annarra þjóðfélagshópa. Vegna þessara staðreynda hljóta að vakna upp spurningar um áhugaleysi opinberra stofnana á högum þessa þjóðfélagshóps. Samtök meðlagsgreiðenda telja það algjört jafnréttis- og forgangsmál að meðlagsgreiðendur fái aðkomu að bótakerfinu líkt og aðrir foreldrar. Með þeirri aðkomu væri raunverulegt framlag þeirra til framfærslu barna þeirra viðurkennt af hinu opinbera. Það er ósk Samtaka meðlagsgreiðenda að Hagstofan og fræðasamfélagið hrindi af stað lífskjararannsóknum á þjóðfélagshópnum. Að þeim rannsóknum loknum verði fundin lágmarks neysluviðmið meðlagsgreiðenda sem taki tillit til raunverulegs framfærslukostnaðar þeirra við börn sín sem oft á tíðum dveljast til jafns á heimili lögheimilisforeldris og umgengnisforeldris. Einnig er það krafa samtakanna að opinberar stofnanir, s.s. Innheimtustofnun sveitarfélaga og Umboðsmaður skuldara, styðjist við slík opinber neysluviðmið við innheimtu krafna. Auk þess að fyrirgreiðslur Lánastofnunar íslenskra námsmanna taki ekki einungis tillit til meðlagsgreiðslna heldur einnig til ofangreindra neysluviðmiða og raunverulegrar framfærslu umgengnisforeldra. Að gefnum slíkum neysluviðmiðum fara samtökin fram á að Innheimtustofnun sveitarfélaga geri ekki kröfur á atvinnuleysisbætur eða lágmarkslífeyrisgreiðslur. Þrátt fyrir að Innheimtustofnun sveitarfélaga styðjist ekki við nokkur opinber viðmið eða rannsóknir í störfum sínum, hafa innheimtuaðgerðir stofnunarinnar verið hertar til muna frá hruni og er það orðin regla að skuldajafna vaxtabótum meðlagsgreiðenda við meðlagsskuldir. Eru harðar innheimtuaðferðir stofnunarinnar áhyggjuefni í ljósi þess að hún styðst hvorki við opinber viðmið né nokkrar lífskjararannsóknir um þann þjóðfélagshóp sem hún gerir kröfur til. Samtök meðlagsgreiðenda sjá ástæðu til að benda meðlagsgreiðendum í greiðsluaðlögun á, að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur engan rétt til að skuldajafna vaxtabótum þeirra þar sem þær eru áætlaðar tekjur í gildandi nauðasamningum. Félagsmenn hafa bent samtökunum á að slík skuldajöfnun sé ekki leiðrétt nema meðlagsgreiðendur fari sérstaklega fram á það. Er það sérstaklega mikilvægt að meðlagsskuldarar í greiðsluaðlögun hafi þetta í huga nú þegar sérstakar vaxtabætur voru greiddar út 1. maí. Undanfarið hafa verið uppi hugmyndir á meðal stjórnmálamanna um að hjálpa skuldsettum barnafjölskyldum í vanda í gegnum barnabætur. Samtökin fagna öllum hugmyndum og framkvæmdum sem eru til þess fallin að aðstoða skulduga lögheimilisforeldra í vanda, en benda jafnframt á ójafnræðið í því að undanskilja meðlagsgreiðendur í slíkum aðgerðum þrátt fyrir að lífskjör þeirra séu mun lakari en hjá lögheimilisforeldrum. Þótt samtökin vilji veg lögheimilisforeldra sem mestan, bendum við á, að fleiri eru með börn á framfæri en lögheimilisforeldrar. Meðlagsgreiðendur eru einnig með börn sín á framfæri og eru meðlög hluti af framfærslu þeirra. Auk meðlaga þurfa þeir að leggja út í svipaðan kostnað og lögheimilisforeldrar, þar sem þeir kosta samgöngur, húsnæði, mat, tómstundir auk fatnaðs og læknisþjónustu fyrir börnin. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórnarflokkunum á að þeir þurfa að standa undir eigin stefnu um kynjaða hagstjórn og beina augum sínum að meðlagsgreiðendum sem mynda þann þjóðfélagshóp sem sárast á um að binda í dag. Einnig má benda á þá staðreynd að félagsmenn hafa m.a. sent fyrirspurn til fjármálaráðherra um skattaívilnun fyrir greiðendur meðlags, t.d. í formi aukins persónuafsláttar sem kæmi sér einstaklega vel við dýran heimilsrekstur nútímans. Fyrirspurninni var í stuttu máli hafnað. Með öðrum orðum, þeim konum og körlum sem greiða meðlag á Ísalandi í dag eru allar bjargir bannaðar, þ.e. með tilliti til aðkomu að bótum og ívilnunum af öllu tagi. Það er bjargföst sannfæring samtakanna að réttarbætur til handa meðlagsgreiðendum séu til þess fallnar að gera umgengni þeirra við börnin færari og sömuleiðis að létta undir með lögheimilisforeldrum sem að sjálfsögðu bætir lífsgæði barnanna almennt. Um það snýst þessi barátta, eingöngu. Að auka lífsgæði barnanna okkar. „Þeir sem vilja gerast félagsmenn samtakanna geta sent inn nafn og kennitölu á felagsadild@gmail.com.“
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar