Enski boltinn

Jói Kalli spilaði allan leikinn með Huddersfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Nordic Photos / Getty Images
Jóhannes Karl Guðjónsson var aftur í byrjunarliði Huddersfield og spilaði allan leikinn þegar að liðið gerði 3-3 jafntefli við Bury á útivelli.

Huddersfield komst reyndar í 3-0 í leiknum strax á 29. mínútu en leikmenn Bury náðu að jafna metin. Jöfnunarmarkið kom í lok venjulegs leiktíma.

Jóhannes Karl spilaði ekkert undir stjórn Lee Clark á tímabilinu en eftir að hann var rekinn og Simon Grayson tók við í síðasta mánuði hefur hann unnið sér sæti í liðinu á ný.

Huddersfield er í fjórða sæti deildarinnar með 60 stig en Charlton er með örugga forystu á toppnum. Liðið er með 78 stig. Sheffield-liðin United (65 stig) og Wednesday (61 stig) koma svo næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×