Handbolti

Óvæntur sigur Gummersbach á Magdeburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Nordic Photso / Getty Images
Björgvin Páll Gústavsson spilaði síðustu sautján mínúturnar þegar að lið hans, Magdeburg, tapaði heldur óvænt fyrir Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Gummersbach vann fjögurra marka sigur, 25-21, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Gummersbach byrjaði betur í seinni hálfleik og var staðan orðin 18-14 þegar Björgvin Páll fékk tækifærið.

Hann átti ágæta innkomu, varði fimm skot, en það dugði ekki til. Magdeburg náði ekki að ógna forystu Gummersbach að verulegu leyti á lokamínútunum og niðurstaðan því þessi.

Magdeburg er í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig en Gummersbach í því fimmtánda með fjórtán. Liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti og sigurinn því dýrmætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×