Enski boltinn

Van Persie: Frábært að skora á Anfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Robin van Persie viðurkennir að Arsenal hafi ekki átt skilið að hirða öll þrjú stigin gegn Liverpool í dag. Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

„Það er frábært að skora á Anfield því þetta er mjög merkilegur völlur," sagði Van Persie eftir leikinn. „Við erum stoltir af sigrinum en ég held að við áttum ekki skilið að vinna."

„Ég held að við séum tíu stigum á undan Liverpool en við verðum að bíða og sjá til hvað Tottenham gerir á morgun. En þetta var afar mikilvægur sigur.“

„Liverpool spilaði betur en það var mjög ánægjulegt að stela þessu í lokin."


Tengdar fréttir

Van Persie afgreiddi Liverpool í lygilegum leik

Liverpool tókst ekki að vinna sigur á Arsenal í dag þrátt fyrir að hafa fengið bæði vítaspyrnu og fullt af góðum marktækifærum. Robin van Persie nýtti hins vegar færin sín vel og Arsenal 2-1 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×