Enski boltinn

Dalglish: Vorum miklu betri en töpuðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenny Dalglish á hliðarlínunni í dag.
Kenny Dalglish á hliðarlínunni í dag. Nordic Photos / Getty Images
„Ég held að allir sem sáu leikinn séu sammála um að við vorum miklu betra liðið og áttum skilið að fá stigin þrjú," sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, eftir 2-1 tapið fyrir Arsenal í dag.

Liverpool var sterkari aðilinn í leiknum en fór illa með færin sín. Liðið skaut tvívegis í stöng og brenndi af vítaspyrnu.

„Strákarnir gerðu vel og stjórnuðu leiknum algerlega. Það héldu kannski einhverjir að við yrðum ekki á tánum eftir sigurinn í deildabikarnum um síðustu helgi en við voru einfaldlega miklu betri aðilinn - en töpuðum leiknum."


Tengdar fréttir

Van Persie: Frábært að skora á Anfield

Robin van Persie viðurkennir að Arsenal hafi ekki átt skilið að hirða öll þrjú stigin gegn Liverpool í dag. Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Van Persie afgreiddi Liverpool í lygilegum leik

Liverpool tókst ekki að vinna sigur á Arsenal í dag þrátt fyrir að hafa fengið bæði vítaspyrnu og fullt af góðum marktækifærum. Robin van Persie nýtti hins vegar færin sín vel og Arsenal 2-1 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×