Enski boltinn

Balotelli fór á nektarbúllu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli er duglegur að koma sér í klandur.
Mario Balotelli er duglegur að koma sér í klandur. Nordic Photos / Getty Images
Mario Balotelli er búinn að koma sér enn á ný í vandræði hjá Roberto Mancini, stjóra Manchester City. Hann sást ganga út af nektarstað snemma aðfaranótt föstudags en það var enska götublaðið The Sun sem greindi frá því.

Óvíst er hvort að Balotelli verði refsað eða hvort hann verði með þegar að City mætir Bolton síðar í dag. Sá leikur hefst klukkan 15.00.

Balotelli var í fríi í vikunni þar sem hann var ekki í valinn í ítalska landsliðið vegna hegðun sinnar á fótboltavellinum á tímabilinu. Edin Dzeko og Sergio Agüero, sóknarmenn City, voru hins vegar báðir í eldlínunni með landsliðum sínum.

Balotelli mun ekki hafa verið drukkinn þegar hann yfirgaf nektarstaðinn „X in the City" í Liverpool laust fyrir klukkan þrjú um nóttina. En Mancini vill ekki að leikmenn sínir séu á lífinu svo skömmu fyrir leik.

„Við vitum að Mario er leikmaður í hæsta gæðaflokki en hann ætti að bæta hegðun sína," sagði Mancini eftir að Balotelli var settur út úr ítalska landsliðinu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×