Enski boltinn

Meiðsli Gerrard ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard með deildabikarinn á Anfield í dag.
Steven Gerrard með deildabikarinn á Anfield í dag. Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að meiðsli Steven Gerrard séu ekki alvarleg. Liðið spilaði vel án hans í dag en tapaði engu að síður fyrir Arsenal, 2-1.

Gerrard meiddist í vináttulandsleik Englands og Hollands í vikunni en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla síðustu misseri.

„Hann kemur fljótlega til baka," sagði Dalglish. „Glen Johnson var hvíldur líka því við vildum ekki taka neinar áhættur. Það er eitthvað lengra í að Daniel Agger geti spilað á ný."

Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í dag en Liverpool spilaði þó miklu betur. „Kannski er lexían sú að spila ljótan bolta en vinna samt leikina," sagði Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×