Enski boltinn

Chelsea tapaði | Öll úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petr Cech, Didier Drogba og Fernando Torres ganga niðurlútir af velli í dag.
Petr Cech, Didier Drogba og Fernando Torres ganga niðurlútir af velli í dag. Nordic Photos / Getty Images
Ófarir Chelsea og knattspyrnustjórans Andre Villas-Boas halda áfram en liðið tapaði í dag fyrir West Brom, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni.

Blackburn og QPR náðu sér í mikilvæg stig í dag og þá vann Stoke góðan 1-0 heimasigur á Norwich. Gylfi Þór Sigurðsson var aðalmaðurinn í 2-0 sigri Swansea á Wigan, eins og lesa má um hér.

Manchester City jók forystu sína á toppi deildarinnar með 2-0 sigri á Bolton en nánar um það hér.

Gareth McAuley skoraði sigurmark West Brom í dag og kom markið seint í leiknum. Hann stýrði misheppnuðu skoti Liam Ridgwell í netið en þá hafði Daniel Sturridge farið illa með tvö góð færi fyrir Chelsea.

West Brom spilaði þó vel undir lok leiksins og uppskar góðan sigur. Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna stöðu sinnar en Chelsea hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum sínum. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 46 stig - 20 stigum á eftir toppliði City.

Heiðar Helguson var ekki með QPR vegna meiðsla í dag en liðið lenti undir gegn Everton á heimavelli í dag. Bobby Zamora tryggði þó liðinu jafntefli og mikilvægt stig.

Aðeins tvö stig skilja að neðstu fimm lið deildarinnar og nokkuð ljóst að þessi fimm lið munu berjast við falldrauginn allt til loka. QPR, Wolves og Blackburn eru öll með 22 stig og næsta lið fyrir ofan, Aston Villa, er með 30 stig. Bolton og Wigan töpuðu bæði í dag og eru á botninu með 20 stig hvort.

Úrslit og markaskorarar dagsins:



Manchester City - Bolton 2-0

1-0 Grétar Rafn Steinsson, sjálfsmark (22.)

2-0 Mario Balotelli (68.)



Wigan - Swansea
0-2

1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (45.)

2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (53.)



WBA - Chelsea
1-0

1-0 Gareth McAuley (81.)



QPR - Everton
1-1

0-1 Royston Drenthe (30.)

1-1 Bobby Zamora (35.)



Blackburn - Aston Villa
1-1

0-1 Charles N'Zogbia (23.)

1-1 David Dunn (84.)

Stoke - Norwich 1-0

1-0 Matthew Ethrington (71.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×