Bandaríska fyrirtækið Eastman Kódak starfrækti á sínum tíma lítinn kjarnakljúf í miðri New York borg. Um 1.6 kíló af auðguðu úrani var notað til að knýja ofninn en hann er á stærð við ísskáp.
Kódak hefur aldrei rætt opinberlega um kjarnakljúfinn en hann var aðeins notaður í rannsóknarskyni. Nifteindir voru framkallaðar í honum og voru þær notaðar til að rannsaka nýstárlegar aðferðir við framköllun ljósmynda.
Ofninn var í notkun í rúm 30 ár áður en slökkt var honum árið 2007. Þá var úranið flutt á brott. Málinu var haldið leyndu frá fjölmiðlum í Bandaríkjunum enda óttuðust yfirvöld að hryðjuverkamenn gætu komið höndum yfir úranið.
Talsmaður Kódak, Christopher Veronda, segir að ofninum hafi einnig verið haldið leyndum frá lögregluyfirvöldum í New York. Hann var falinn í kjallara Kódak byggingarinnar í New York.
Erlent