Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Grindavík 4-3 Benedikt Bóas Hinriksson á Laugardalsvelli skrifar 15. maí 2012 13:41 Mynd/Valli Steven Lennon sá fyrir því að Fram náði öllum þremur stigunum gegn Grindavík í ótrúlegum sjö marka leik á Laugardalsvelli. Grindavík komst í 2-0 og 3-1 forystu í leiknum en misstu svo Alexander Magnússon af velli með rautt spjald. Því svöruðu Framarar með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins og tryggja sér sigur. Fyrri hálfleikur var ótrúlega sérstakur. Fram var með boltann en sköpuðu sér ekki neitt. Grindavík hins vegar lá bara til baka en skoruðu mörkin og leiddu 2-0 í hálfleik. Fyrst skoraði Tomi Ameobi eftir aukaspyrnu. Tók boltan niður og lagði hann skemmtilega framhjá Ögmundi í markinu. Pape Mamadou Faye bætti öðru marki við rétt fyrir hálfleik með því að moka honum yfir línuna. Framarar voru alveg rosalega lélegir í fyrri hálfleik. Þeir gátu ekki sent þriggja metra sendingu sín á milli og allt frumkvæði farið út um veður og vind. Eitthvað hefur Þorvaldur sagt í hálfleik sem svona líka svínvirkaði því Fram liðið var frábært í þeim síðari. Allar aðgerðir voru hraðari, sendingar nákvæmari og krafturinn meiri. Almarr Ormarsson minnkaði muninn með laglegu marki. Frábærri sókn lauk með sendingu Sam Tillen og Almarr tók hann með sér og renndi boltanum fallega undir Óskar. Þarf ekki alltaf að vera fast. Blóðið var komið á tennurnar og þeir bættu í. Færðu sig framar og sóttu mikið. Það var því gegn gangi leiksins að hinn sænski nýliði Grindavíkur Mikael Edlund skoraði eftir hornspyrnu. Setti olnbogann að því er virtist í andlit Ásgeirs Gunnars og stóð óvaldaður eftir inni í teignum og skallaði laglega framhjá Ögmundi. En Fram fór ekkert á taugum. Héldu áfram að spila sinn leik. Reyndar hjálpaði að sjálfsögðu að gestirnir misstu Alexander Magnússon af velli með rautt spjald og þeir skoruðu strax í kjölfarið. Aukaspyrnan kom frá hægri, beint á Ásgeir Gunnar sem skoraði fallegt mark. Skömmu síðar kom mark leiksins. Kristinn Ingi tók sig þá til og þrumaði boltanum í netið af 25 metra færi. Gjörsamlega frábært mark og Kristinn má vera stoltur af þessum þrumufleyg. Kristinn var frábær í kvöld. Pakkaði Jósef Kristni algjörlega saman. Var sterkari og fljótari og Jósef átti ekki roð í Kristinn í kvöld. Dramað var ekki búið því sjálfur Steve Lennon skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Ótrúlegur viðsnúningur og magnaður sigur hjá Fram. Tvennt sem verður að minnast á. Garðar Örn Hinriksson dómari átti frábæran leik og hrein unun að sjá hann vera með flautuna upp í sér á ný. Hitt er leiðinlegt og fáránlegt. Það er leikaraskapur Sam Hewson. Hann hefur orð á sér að vera nagli en hefur verið duglegur að henda sér niður, gera mikið úr öllu og það má ekkert blása á hann þá er hann kominn niður í grasið. Hewson sýndi í fyrra að hann er góður í fótbolta en í byrjun sumars hefur hann meira verið að bíta gras en að sparka í fótbolta. Ljóður á hans leik og ekki til eftirbreytni.Þorvaldur: Hvíta línan stundum breið „Það er erfitt að koma boltanum yfir þessa hvítu línu þó hún sé ekki breið og það hefur gengið erfiðlega fram að þessu en gekk í dag,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram léttur eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var gömul saga svo sem, við vorum að reyna en það gekk ekkert að skora mörk og við urðum pirraðir en í síðari hálfleik vorum við fljótari að gera hlutina og það gekk betur.“ En hvað sagði Þorvaldur eiginlega í hálfleik. „Ég var ekkert sáttur með fyrri hálfleik. En það má ekki gleyma því að hann var ekkert alsslæmur. En mörk koma eftir mistök og við eigum að koma í veg fyrir þessi mörk.“Guðjón neitaði að tala við Fótbolta.net „Það þarf að laga ansi margt en við skorum nóg, þrjú mörk eiga að duga til að fá eitthvað út úr leik á útivelli en menn misstu hausinn of auðveldlega en menn verða að horfa í eigin barm og horfast í augu við sjálfan sig og þora í það sem bíður þeirra,“ sagði Guðjón Þórðarsson þjálfari Grindavikur við alla fjölmiðla nema fótbolta.net. Hann neitaði þeim um viðtal. Bað bara að heilsa ritstjóra þeirrar síðu. „Við byrjuðum vel, af skynsemi og yfirvegun og höfðum góð tök á leiknum. Það var alveg ljóst að við þurftum að mæta ákefð Framara í síðari hálfleik en við gerðum það ekki. Mætum hreinlega ekki til leiks. Eftir að við missum Alexander af velli og þeir skora í kjölfarið vissum við að þetta yrði erfitt. Þegar við vorum orðnir tíu fannst mér samt við ekki vera að vinna grunnvinnuna rétt. „Það var klárt að menn urðu óöryggir og misstu frumkvæðið og þorðu ekki að takast á við það sem er fyrir framan þig og þegar þú ert hikandi þá gerast hlutirnir eins og hér gerðist.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Steven Lennon sá fyrir því að Fram náði öllum þremur stigunum gegn Grindavík í ótrúlegum sjö marka leik á Laugardalsvelli. Grindavík komst í 2-0 og 3-1 forystu í leiknum en misstu svo Alexander Magnússon af velli með rautt spjald. Því svöruðu Framarar með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins og tryggja sér sigur. Fyrri hálfleikur var ótrúlega sérstakur. Fram var með boltann en sköpuðu sér ekki neitt. Grindavík hins vegar lá bara til baka en skoruðu mörkin og leiddu 2-0 í hálfleik. Fyrst skoraði Tomi Ameobi eftir aukaspyrnu. Tók boltan niður og lagði hann skemmtilega framhjá Ögmundi í markinu. Pape Mamadou Faye bætti öðru marki við rétt fyrir hálfleik með því að moka honum yfir línuna. Framarar voru alveg rosalega lélegir í fyrri hálfleik. Þeir gátu ekki sent þriggja metra sendingu sín á milli og allt frumkvæði farið út um veður og vind. Eitthvað hefur Þorvaldur sagt í hálfleik sem svona líka svínvirkaði því Fram liðið var frábært í þeim síðari. Allar aðgerðir voru hraðari, sendingar nákvæmari og krafturinn meiri. Almarr Ormarsson minnkaði muninn með laglegu marki. Frábærri sókn lauk með sendingu Sam Tillen og Almarr tók hann með sér og renndi boltanum fallega undir Óskar. Þarf ekki alltaf að vera fast. Blóðið var komið á tennurnar og þeir bættu í. Færðu sig framar og sóttu mikið. Það var því gegn gangi leiksins að hinn sænski nýliði Grindavíkur Mikael Edlund skoraði eftir hornspyrnu. Setti olnbogann að því er virtist í andlit Ásgeirs Gunnars og stóð óvaldaður eftir inni í teignum og skallaði laglega framhjá Ögmundi. En Fram fór ekkert á taugum. Héldu áfram að spila sinn leik. Reyndar hjálpaði að sjálfsögðu að gestirnir misstu Alexander Magnússon af velli með rautt spjald og þeir skoruðu strax í kjölfarið. Aukaspyrnan kom frá hægri, beint á Ásgeir Gunnar sem skoraði fallegt mark. Skömmu síðar kom mark leiksins. Kristinn Ingi tók sig þá til og þrumaði boltanum í netið af 25 metra færi. Gjörsamlega frábært mark og Kristinn má vera stoltur af þessum þrumufleyg. Kristinn var frábær í kvöld. Pakkaði Jósef Kristni algjörlega saman. Var sterkari og fljótari og Jósef átti ekki roð í Kristinn í kvöld. Dramað var ekki búið því sjálfur Steve Lennon skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Ótrúlegur viðsnúningur og magnaður sigur hjá Fram. Tvennt sem verður að minnast á. Garðar Örn Hinriksson dómari átti frábæran leik og hrein unun að sjá hann vera með flautuna upp í sér á ný. Hitt er leiðinlegt og fáránlegt. Það er leikaraskapur Sam Hewson. Hann hefur orð á sér að vera nagli en hefur verið duglegur að henda sér niður, gera mikið úr öllu og það má ekkert blása á hann þá er hann kominn niður í grasið. Hewson sýndi í fyrra að hann er góður í fótbolta en í byrjun sumars hefur hann meira verið að bíta gras en að sparka í fótbolta. Ljóður á hans leik og ekki til eftirbreytni.Þorvaldur: Hvíta línan stundum breið „Það er erfitt að koma boltanum yfir þessa hvítu línu þó hún sé ekki breið og það hefur gengið erfiðlega fram að þessu en gekk í dag,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram léttur eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var gömul saga svo sem, við vorum að reyna en það gekk ekkert að skora mörk og við urðum pirraðir en í síðari hálfleik vorum við fljótari að gera hlutina og það gekk betur.“ En hvað sagði Þorvaldur eiginlega í hálfleik. „Ég var ekkert sáttur með fyrri hálfleik. En það má ekki gleyma því að hann var ekkert alsslæmur. En mörk koma eftir mistök og við eigum að koma í veg fyrir þessi mörk.“Guðjón neitaði að tala við Fótbolta.net „Það þarf að laga ansi margt en við skorum nóg, þrjú mörk eiga að duga til að fá eitthvað út úr leik á útivelli en menn misstu hausinn of auðveldlega en menn verða að horfa í eigin barm og horfast í augu við sjálfan sig og þora í það sem bíður þeirra,“ sagði Guðjón Þórðarsson þjálfari Grindavikur við alla fjölmiðla nema fótbolta.net. Hann neitaði þeim um viðtal. Bað bara að heilsa ritstjóra þeirrar síðu. „Við byrjuðum vel, af skynsemi og yfirvegun og höfðum góð tök á leiknum. Það var alveg ljóst að við þurftum að mæta ákefð Framara í síðari hálfleik en við gerðum það ekki. Mætum hreinlega ekki til leiks. Eftir að við missum Alexander af velli og þeir skora í kjölfarið vissum við að þetta yrði erfitt. Þegar við vorum orðnir tíu fannst mér samt við ekki vera að vinna grunnvinnuna rétt. „Það var klárt að menn urðu óöryggir og misstu frumkvæðið og þorðu ekki að takast á við það sem er fyrir framan þig og þegar þú ert hikandi þá gerast hlutirnir eins og hér gerðist.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira